Úttektir

Hvernig fæ ég úttekt á mínu fyrirtæki?

Fyrsta skrefið er að hafa samband við starfsfólk Góðs aðgengis ehf / Access Iceland Aðgengismerkjakerfisins með tölvupósti á adgengi@adgengi.is eða í s. 662 2674.  Því næst er tilboð gefið í úttekt, skráningu og áskrift. Kostnaður við úttekt og skráningu fer eftir umfangi verkefnisins. Viðskiptavinir skrifa undir samstarfssamning og verða skráðir þegar úttekt er ákveðin.

Hægt er að fá úttekt og skýrslu með kostnaðarmati án birtingar á heimasíðu og þá er verki lokið.

Viðskiptavinir sem vilja hafa opna skráningu á heimasíðu www.GottAdgengi.is, og gefa almenningi kost á að fá upplýsingar um aðstæður og aðstöðu á staðnum, borga árgjald eftir umfangi skráninganna.  Létt stöðumat í formi samskipta með tölvupósti, síma eða öðrum samskiptamiðlum, er gert á 2 - 3ja ára fresti til að tryggja að allar upplýsingar í skráningunni séu uppfærðar eftir þörfum. Einnig getur eigandi eða umsjónarmaður, hvenær sem er, sent inn upplýsingar um breytingar og þá er skráningin uppfærð séu forsendur til þess. Kostnaður við stöðumat, ef fara þarf á staðinn og/eða gera nýja úttekt að hluta til eða heild, er ekki innifalinn í áskriftargjaldinu.

Við uppsögn á vefskráningu fellur árgjaldið niður. Upplýsingarnar sem settar voru á heimasíðuna verða geymdar og hægt að endurvirkja þær gegn nýrri úttekt á staðháttum til að ganga úr skugga um að aðstæður séu þær sömu og voru áður og/eða uppfæra breytingar. Kostnaður við endurmat er metinn eftir umfangi verksins.


 

Hvað er innifalið í úttektinni?

 

Úttekt fer fram á staðnum en skýrsla og kostnaðaráætlanir verða unnar hjá Gott aðgengi. Viðskiptavinurinn fær skýrslu senda á rafrænu formi. Ef viðskiptavinurinn vill birta upplýsingarnar á vefnum verða þær skráðar inn á heimasíðu www.Gottadgengi.is  og birtar þar.

Skýrslurnar eru mjög ýtarlegar og gefa yfirsýn yfir hvað þarf að bæta á hverjum stað og hvernig hægt er að bæta aðstöðuna.

Ef staðurinn/fyrirtækið er með margar innbyrðis skráningar eins og t.d. hótel; móttaka, veitingasalur, bar, fundaherbergi, ráðstefnusalur, verslun, spa, hárgreiðslustofa og mismunandi stærðir og gerðir af herbergjum, þá er skýrslunni deilt þannig upp að auðvelt er að sjá hvað þarf að bæta fyrir hverja skráningu.

Skýrslan er því gott verkfæri þegar fara á í framkvæmdir hvort sem þær eru litlar eða stórar og auðvelt að draga fram þætti og forgangsraða.

Einnig má nýta hana til að sjá hvaða atriði þarf að breyta til að uppfylla lágmarkskröfur í hverjum fötlunarflokki fyrir sig og ef eitthvað vantar upp á til að "ná merki" þá kemur fram í skýrslunni hvað það er og hvað þarf að gera til að uppfylla skilyrðin.

Merkjakerfið: Úttektinni fylgir flokkun eftir fötlunarhópum. Um er að ræða 7 flokka.

Staðirnir/fyrirtækin fá merki í þeim flokkum sem allar lágmarkskröfur eru uppfylltar eða eru til staðar, þeir flokkar sem lágmarkskröfum er ekki náð eru sýnd sem auður hringur eða auður hringur með "i" í miðjunni.

Mikilvægt er að hafa í huga að skráðir staðir hafa möguleika á að tengja sínar skráningar inn á eigin heimasíður, á auðveldan hátt, með því að setja "krækju" við t.d. flipa sem segir "Upplýsingar um aðgengi" eða setja logo www.Gottadgengi.is á síðuna og festa slóðina við það.


 

Þjónusta og kynningar

  

Starfsfólk Góðs aðgengis ehf / Access Iceland aðgengismerkjakerfisins er ávallt tilbúið að koma á staðinn og kynna aðgengismerkjakerfið og hvernig skráningin getur nýst þínu fyrirtæki sem best.

Tilboð eru gerð í úttektir og skráningu og fer verð eftir umfangi verkefnisins. Ráðgjöf og skýrslugerð er talin í tímum en heildarverð er gefið í úttektir á mannvirkjum. Verð á úttekt fer eftir stærð staðarins/fyrirtækisins mælt í m2 eða herbergjum og hvort um einfalt eða flókið mannvirki er að ræða.

 ·         Tímagjald sérfræðings er kr. 16.375.- án vsk. 

Vísitala verða er samkvæmt gildandi launavísitölu í janúar 2017  (m.v. næstliðinn mánuð skv. Hagstofu Íslands - (nóvember 2016)) 589,9 stig. Verðin breytast í samræmi við launavísitölu á 3ja mánaða fresti, næst 1. apríl  n.k. Finna aðgengismerkta staði

 

Language


Þetta vefsvæði byggir á Eplica