Um okkur

Stefna og markmið

Stefna Góðs aðgengis og Access Iceland Aðgengismerkjakerfisins er að verða heilstætt upplýsinganet um aðgengi allra að mannvirkjum. Við viljum stuðla að því að allar nýbyggingar sem ætlaðar eru almenningi fari í ferlihönnun áður en farið er í framkvæmdir, m.a. til að koma í veg fyrir að fara þurfi í dýrar lagfæringar eftir að búið er að byggja. Einnig viljum við aðstoða við að finna lausnir til úrbóta á aðgengi þar sem því verður við komið.

Markmiðið er að í framtíðinni verði heimasíðan og leitarvélin besti valkosturinn til að finna upplýsingar um aðgengilegar ferðir, ráðstefnusali, útivistarsvæði og mismunandi viðburði, bæði fyrir Íslendinga og erlenda gesti.

Leitarvélin verði besti kostur til að kortleggja ferðir um Ísland, með tilliti til aðgengis, á einfaldan hátt, t.d. gistimöguleika, máltíðir og skoðunarferðir hringinn í kringum landið.

Kortavefurinn www.Access.is styður leitarvélina til að auðvelda skipulagningu ferða um landið. Einnig eru helstu upplýsingar um innganga skráðra mannvirkja sýndar með táknmyndum og einföldum texta.

Leitarvélin er þannig upp byggð að hægt er að leita að íslenskum stöðum á erlendum tungumálum. Þá er fáni tungumáls valinn og Ísland valið í “Land”.

 


Finna aðgengismerkta staði

 

Language


Þetta vefsvæði byggir á Eplica