Merkjakerfið

Blindir og sjónskertir

Merki sjónskertra

Sjónskertir teljast þeir sem sjá minna en 30% af fullri sjón. Þeir eiga yfirleitt auðveldara með að ferðast um og rata en blindir þar sem góð lýsing og litaskil    nýtist þeim.

Fólk með sjónskerðingu þarf:

 • einfalt og rökrétt umhverfi ,
 • skörp litaskil,
 • áberandi merkingar á glerhurðum/glerveggjum, í hæð fyrir bæði börn og fullorðna,
 • samfellda handlista við tröppur sem ná fram fyrir neðsta þrep og upp fyrir efsta þrep,
 • leiðandi og skýrar merkingar,
 • áberandi afmarkaðar tröppur og tröppunef,
 • góða og jafna lýsingu og birtu, án glampa.

Blindir teljast þeir sem sjá minna en 10% af fullri sjón. Þeir eiga oft erfi tt
með að ferðast um og staðsetja sig, ekki síst í óþekktu umhverfi . Hvíti
stafurinn er mikilvægt hjálpartæki og er notaður til að afl a upplýsinga
í umhverfi nu. Blindir nota heyrn og snertiskyn til að átta sig á
umhverfinu.


Blindir þurfa:

 • einfalt og rökrétt umhverfi ,
 • gönguleiðir án hindrana,
 • kant til að afmarka gangstétt, bílastæði og/eða götu,
 • skilti í þeirri hæð að höfuð rekist ekki í,
 • hljóðmerki á umferðaljósum,
 • auðfinnanlegar punktaleturs- eða upphleyptar merkingar.

Finna aðgengismerkta staði

 

Language


Þetta vefsvæði byggir á Eplica