Merkjakerfið

Merkin

Fyrirsagnalisti

Hjólastólanotendur

HjólastóllFólk sem notar hjólastóla hefur m.a. þörf fyrir:

 • Jafnt og þétt undirlag án hæðarmunar
 • Breiðar hurðir, sem létt er að opna
 • Lyftur, til að komast á milli hæða
 • Snyrtingar við hæfi
 • Bílastæði nálægt aðalinngangi mannvirkja
Lesa meira

Göngu- og handaskertir

Göngu- og handaskertirFólk með gönguskerðingu hefur m.a. þörf fyrir:

 • Handlista við tröppur
 • Marga hvíldarstaði
 • Jafnt og slétt undirlag, án hæðarmunar
 • Breiðar hurðir sem létt er að opna
 • Bílastæði nálægt aðalinngangi
Lesa meira

Blindir og sjónskertir

SjónskertirFólk með sjónskerðingu hefur m.a. þörf fyrir:

 • Enfalda og rökrétta uppbyggingu umhverfisins
 • Skýrar leiðbeiningar og merkingar, áferðar- og litamun
 • Handlista við tröppur og skábrautir
 • Góða lýsingu sem blindar ekki,
 • Að upplýsingar séu með hljóði og upphleyptum merkjum
Lesa meira

Heyrnarskertir

HeyrnarskertirFólk með heyrnarskerðingu hefur m.a. þörf fyrir:

 • Góða og sýnilega kynningar- og leiðarvísa
 • Góð birtuskil og áherslulýsingu
 • Að allar upplýsingar á talmáli séu einnig sýnilegar
 • Góða hljóðeinangrun og dempun á umhverfishljóðum
 • Tónmöskvakerfi
Lesa meira

Astmi og ofnæmi

Astmi og ofnæmiFólk með astma og ofnæmi hefur m.a. þörf fyrir:

 • Hentugt val byggingarefna
 • Skilvirka útloftun og góða loftræsingu
 • Ítarlegar hreingerningar og hreinlæti
 • Góðar og ýtarlegar upplýsingar um ofnæmisvaka í umhverfinu
Lesa meira

Þroskahömlun

ÞroskahömlunFólk með þroskahömlun hefur m.a. þörf fyrir:

 • Efnis- og litaval sem auðveldar umgengni
 • Einföld og auðlesin skilti með myndum og upphleyptum táknum
 • Auðlesinn texta
 • Beinar upplýsingar; maður á mann eða upplestur
Lesa meira

Lestrarörðugleikar

LestrarörðugleikarFólk með lestrarörðugleika hefur m.a. þörf fyrir:

 • Að textaðar upplýsingar fáist einnig á hljóðskrám, í heyrnartækjum (audioguides) eða á geisladiskum
 • Auðlesinn texta
 • Að heyra fyrirmæli og upplýsingar eða sjá myndir af þeim, auk texta

Lesa meira

Finna aðgengismerkta staði

 

Language


Þetta vefsvæði byggir á Eplica