Merkjakerfið

Hverjum nýtast merkin

Útsýnispallur við Hakið á ÞingvöllumSamkvæmt upplýsingum frá Tryggingarstofnun eru um 15.000 Íslendingar á aldrinum 18 til 67 ára metnir með 75% örorku eða meira og u.þ.b. 25.000 Íslendingar eru 67 ára eða eldri.   Þá á eftir að telja börnin og þá sem eru með skerðingu undir 75% viðmiðinu.  Fatlað fólk á líka foreldra, systkini og/eða börn. Ferðalög fatlaðs fólks eru ekki frábrugðin öðrum að því leyti að það er oftar en ekki með fjölskyldu, vini eða samstarfsfólk með í för.

Af þessu má ætla að neytendahópur Aðgengismerkjakerfisins, að meðtöldum vinum og aðstandendum, sé  að minnsta kosti 120.000 manns á Íslandi.

Áætlað er að gott aðgengi snerti um 100 milljónir Evrópubúa og við þurfum að geta tekið vel á móti öllum ferðamönnumGöngubrú á Þingvöllum.

Fleiri eldri borgarar auka þörfina fyrir gott aðgengi.  Fötlun af ýmsu tagi verður eðlilega algengari með hækkandi aldri. Auk þess er það staðreynd að eldra fólki mun fjölga hlutfallslega á komandi árum og verða stærri hluti þjóðarinnar.

Almannagjá á ÞingvöllumFjölskylda og vinir

Einnig þarf að reikna með að fjölskylda og vinir fatlaðra einstaklinga séu mögulegir notendur. Fatlaðir einstaklingar hafa einnig þörf fyrir að ferðast, fara í frí  og upplifa nýja og spennandi hluti með vinum sínum og fjölskyldu.

Fjölskyldumeðlimir og vinir sem ferðast með fötluðum einstaklingi eru því einnig háðir því að gott aðgengi sé fyrir hendi á áfangastöðunum og að góðar notendaupplýsingar um aðgengi séu til staðar.


Finna aðgengismerkta staði

 

Language


Þetta vefsvæði byggir á Eplica