Merkjakerfið

Hjólastólanotendur

Merki hjólastólanotenda

Fólk með skerta göngugetu vegna veikleika í vöðvum eða liðum telst til hreyfihamlaðra og oft getur sú skerðing verið það mikil að viðkomandi þarf á hjólastól að halda.
Fólk sem notar hjólastóla notar annaðhvort handknúna eða rafdrifna hjólastóla. Rafdrifnir hjólastólar eru oftast með fjórum hjólum, en einnig eru til stólar með þremur hjólum sem oftast eru notaðir utandyra. Rafmagnshjólastólar eru þyngri en handknúnir og þurfa meira rými.
Erfitt getur verið að keyra stól áfram ef undirlag er laust í sér eða ójafnt og eins þarf oft mikil átök til að koma handknúnum stólum upp halla og brekkur.
Hjá hjólastólanotendum er seilingarfjarlægð styttri og augnhæð
lægri en hjá öðrum. Staðsetning hluta og búnaðar sem á að sjást
og nota, til dæmis skilta, rofa, spegla, handfanga, sjálfsala og
hraðbanka, er því afar mikilvæg.

Fólk sem notar hjólastóla hefur þörf fyrir:

  • jafnt og þétt undirlag án hæðarmunar,
  • lítinn halla á skábrautum þar sem brúa þarf hæðarmun,
  • breiðar dyr sem auðvelt er að opna,
  • breiða ganga og snúningsstaði,
  • innréttingar og búnað í réttri hæð miðað við notkun,
  • lyftur til að komast á milli hæða,
  • snyrtingar við hæfi,
  • bílastæði nálægt aðalinngangi.

Finna aðgengismerkta staði

 

Language


Þetta vefsvæði byggir á Eplica