Merkjakerfið

Astmi og ofnæmi

Merki astma og ofnæmis

Ofnæmi eru viðbrögð við efnum í umhverfinu. Ef einstaklingur með ofnæmi kemst í snertingu við ofnæmisvaka koma fram mælanleg og/eða sýnileg viðbrögð í ofnæmiskerfi hans.

Astma- og ofnæmisvakar eru efni sem eru flestum skaðlaus en valda fólki með ofnæmi ýmiskonar einkennum. Ofnæmisvakar geta verið frjó, dýr, rykmaurar, nikkel, ilmefni, tóbaksreykur og matvara. Dýraofnæmisvakar eru einkum í byggingum þar sem dýr búa eða eru tíðir gestir. Rykmaurar finnast helst í svefnherbergjum, þó ekki í teljandi magni á Íslandi.

Þeir sem eru með ofnæmi verða oft fyrir hömlun í daglegu lífi.

Fyrir þá sem eru mjög viðkvæmir getur til dæmis verið erfitt að nota almenningssamgöngur og gista á hótelum.
Lítið magn ofnæmisvaka getur valdið því að ofnæmi brjótist út. Í sumum tilvikum
geta ofnæmisviðbrögð verið lífshættuleg. Því er nauðsynlegt að þeir sem
þjást af astma og ofnæmi hafi aðgang að greinargóðum upplýsingum um
staðhætti og ofnæmisvaka í umhverfinu.

Fólk með astma og ofnæmi þurfa:

  • byggingarefni við hæfi,

  • skilvirka útloftun, góða loftræsingu, vönduð þrif og að fyllsta hreinlætis sé gætt í hvívetna,

  • reglubundna umhirðu og hreinsun á útloftunar- og loftræsikerfum sem og loftkælingar- og hitakerfum,

  • góðar og ítarlegar upplýsingar um mögulega ofnæmisvaka í umhverfinu, þar með talið matvöru.


Finna aðgengismerkta staði

 

Language


Þetta vefsvæði byggir á Eplica